Lindy hop 2a

Framhaldsnámskeið í Lindy hop dansi

Farið verður í tæknilegri atriði dansins og byggt ofan á atriði sem sem kennd eru í grunnnámskeiðunum. Ný spor verða kennd sem mun auka fjölbreytni í dansinum. Einnig verður farið fleiri tæknileg atriði en í grunnnámskeiðunum með það að markmiði að nemendur öðlist dýpri færni í dansinum.

Námskeiðið er kennt í fimm 75 mínútna tímum í Dans og Jóga Hjartastöðinni, Skútuvogi 13a.

Námskeiðið hefst sunnudaginn 7. apríl klukkan 21:00.
ATH: Áætlað er að nemandi hafi lokið bæði 1A og 1B áður en tekið sé framhaldsnámskeiðið.

Verð 16.900 kr. 

 

Ekki þarf að koma með dansfélaga.

Í lindy hop skiptumst við á að dansa hvert við annað. Þannig fáum við fjölbreytta dansreynslu sem hjálpar okkur að læra og ná tökum á dansinum. Þar að auki er það skemmtileg leið fyrir nemendur til þess að kynnast og þjappar hópnum saman.

Það er þó fullkomlega í lagi að koma með dansfélaga og dansa einungis við hann eða hana á námskeiðunum.

 

Skráning

Small Wonders ehf.

kt. 701118-0220

Ásvallagata 1, 101 Reykjavík

 

Tölvupóstur

sveiflustodin@gmail.com

Hafa samband