Charleston kvöldnámskeið
Við bjóðum uppá Charleston kvöldnámskeið, þar sem við munum kenna 20s dansspor úr Charleston 1 námskeiðinu okkar. Mælum sérstaklega með þessu kvöldnámskeiði fyrir Charleston 2 námskeiðið okkar sem hefst innan skamms. Í þessu kvöldnámskeiði verður farið hratt yfir sporin, svo að við mælum með þessu námskeiði fyrir þá sem hafa lært einhvern dans nú þegar. Einnig góð upprifjun með smá viðbót fyrir þá sem hafa lært einhvern Charleston áður.
Námskeiðið verður ein kvöldstund í 1 klst. og 30 mín.
Staðsetning er í The Dance Space, Höfðabakka 3.
Sunnudaginn 6. Október, kl 20:00-21:30
Verð: 3.900 kr.
Ekki þarf að koma með dansfélaga.
Á námskeiðunum skiptumst við á að dansa hvert við annað. Þannig fáum við fjölbreytta dansreynslu sem hjálpar okkur að læra og ná tökum á dansinum. Þar að auki er það skemmtileg leið fyrir nemendur til þess að kynnast og þjappar hópnum saman.
Það er þó fullkomlega í lagi að koma með dansfélaga og dansa einungis við hann eða hana á námskeiðunum.
Skráning
Small Wonders ehf.
kt. 701118-0220
Ásvallagata 1, 101 Reykjavík
Tölvupóstur
sveiflustodin@gmail.com