Lindy Hop 4

Skemmtun og gaman, tæknilega séð.

Farið verður yfir öll helstu atriði góðrar tækni í Lindy Hop. Fyrir hvert tækniatriði verða æfingarnar skemmtileg spor sem er hægt að nýta á dansgólfinu. Þetta námskeið er kennt einu sinni á ári og er hugsað þannig að hægt sé að taka það oft til þess að pússa tæknina þar til hún glansar eins og spegill.

Námskeiðið samanstendur af 5 tímum, hver þeirra 1 klst. og 15 mín.

Næsta námskeið byrjar 23. mars

Tímar verða á sunnudögum, tímasetning auglýst síðar

English:

Fun and games, technically speaking.

The class covers all the main aspects of good Lindy Hop technique. For each technical element the excercises will be moves that use the relevant technique but can also be used on the dance floor. The class is taught once a year and is meant to be evergreen so students can take it multiple times to polish their technique to a mirror shine.

The course is 5 classes, each 1 hr. and 15 min.

The next class will start on March 23.

Classes will be on Sundays, time advertised later

Staðsetning/Location:

The Dance Space Reykjavik,

Höfðabakki 3, Reykjavík

 

Verð/Price: 16.900 kr.

 

Ekki þarf að koma með dansfélaga.

Á námskeiðunum skiptumst við á að dansa hvert við annað. Þannig fáum við fjölbreytta dansreynslu sem hjálpar okkur að læra og ná tökum á dansinum. Þar að auki er það skemmtileg leið fyrir nemendur til þess að kynnast og þjappar hópnum saman.

Það er þó fullkomlega í lagi að koma með dansfélaga og dansa einungis við hann eða hana á námskeiðunum.

 

Skráning

Small Wonders ehf.

kt. 701118-0220

Ásvallagata 1, 101 Reykjavík

 

Tölvupóstur

sveiflustodin@gmail.com

Hafa samband