Dans. Tónlist. Menning. Samfélag.

Sveiflustöðin er dansskóli sem sérhæfir sig í sveifludönsum sem dansaðir eru við iðandi djasstóna í anda þriðja og fjórða áratugarinns. Hér má nefna dansa á borð við lindy hop, charleston og balboa en einnig boogie woogie og solo jazz auk annarra dansstíla.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og metnaðarfull námskeið sem henta bæði byrjendum sem og reyndari dönsurum.








Námskeið í haust
Lindy Hop 1
Byrjendanámskeið í sveifludansinum Lindy Hop með áherslu á frelsi og skemmtun.
Grunnspor dansins verða kennd þannig að nemendur fái tilfinningu fyrir tónlistinni og hreyfingunni í dansinum. Lögð er áhersla á að nemendur finni fyrir frelsinu og skemmtuninni sem felst í dansinum.
Engin fyrri dansreynsla er nauðsynleg fyrir þetta námskeið.
Námskeiðið hefst 7. september 2025
Lindy Hop 2
Grunnnámskeið í helstu formum Lindy Hop dansins
Námskeiðið fer yfir helstu formin í Lindy Hop og hvernig má leika sér með þau til að fá ógrynni af sporum og hreyfingum úr einföldum grunni.
Námskeiðið hefst 12. október 2025
Lindy Hop 3
Lokagrunnnámskeið í Lindy Hop
Námskeiðið klárar grunn nemenda í Lindy Hop með ýmsum sporum sem allir ættu að kunna, þar á meðal mest einkennandi spor dansins, Lindy hringinn og útsveifluna.
Námskeiðið hefst 16. nóvember 2025
Charleston 1
Grunnnámskeið í Charleston.
Charleston dansinn varð vinsæll á þriðja áratug seinustu aldar og er forveri sveifludansa eins og Lindy Hop sem honum er oft blandað saman við á dansgólfinu. Dansinn er dansaður við hraða og hressa tónlist og er ómissandi hluti af verkfærum sveifludansarans.
Námskeiðið hefst 7. september 2025
Charleston 2
Charleston tekinn upp á næsta stig.
Charleston dansinn þróaðist eins og allir dansar og þegar tónlistin varð orkumeiri varð dansinn það líka. Charleston er oft skipt í þriðja áratugs Charleston og fjórða áratugs Charleston. Námskeiðið einblínir á orkumeiri Charleston fjórða áratugsins þó að þriðji áratugurinn verði áfram með í för.
Námskeiðið hefst 12. október 2025
Sóló Jazz rútínur
Á þessu námskeiði munu nemendur læra solo jazz rútínur, þar sem farið verður yfir nokkrar af helstu jazz rútínum sveiflutímabilsins. Námskeiðið er í nokkrum hlutum og er hægt að skrá sig í staka rútínu eða alla haustönnina.
Solo jazz rútínurnar sem verða kenndar á haustönn eru:
– Shim Sham (9. og 16. september)
– Tranky Doo (23. september til 21. október)
– Mama Stew (28. október)
– Trickeration (4. nóvember til 16. desember)
Tónlistin
Dans væri lítils virði ef ekki væri fyrir tónlistina. Sveiflustöðin hefur tekið saman fjölbreytta spilunarlista inni á Spotify þar sem finna má ljúfa sveiflutóna frá frábærum listamönnum á hinum ýmsu tímabilum.
Sýnishorn af spilunarlistum Sveiflustöðvarinnar má finna hér að neðan sem og hlekk á reikning Stöðvarinnar á Spotify.

Small Wonders ehf.
kt. 701118-0220
Ásvallagata 1, 101 Reykjavík
Tölvupóstur
sveiflustodin@gmail.com